spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIdris Elba barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í sparkboxi um helgina

Idris Elba barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í sparkboxi um helgina

idris-elba-kick-boxing-at-york-hallLeikarinn Idris Elba barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í sparkboxi um helgina. Elba fór með sigur af hólmi en bardaginn var hluti af heimildarmynd sem kemur út á næsta ári.

Elba er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Wire og Luther og í kvikmyndum á borð við Thor, Pacific Rim og fleirum.

Elba hefur ferðast um heiminn að undanförnu við gerð þriggja hluta heimildarmyndar um rætur Muay Thai og sparkbox. Serían kallast einfaldlega Idris Elba: Fighter og verður sýnd á Discovery Channel snemma á næsta ári.

Á laugardaginn barðist Elba við óþekktan andstæðing í York Hall í Englandi. Elba lítur ekkert hræðilega út í bardaganum en hann er 44 ára gamall. Hér að neðan má sjá brot úr bardaganum sem Madonna tók upp.

Idris Elba Smashes it at York Hall! ?????

A video posted by Madonna (@madonna) on

Elba hefur lengi dreymt um að berjast atvinnubardaga og lét nú loksins verða af því. Hann hefur verið að æfa víðs vegar um heiminn og æfði meðal annars hjá hinum goðsagnarkennda Buakaw Banchamek í Tælandi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular