spot_img
Saturday, March 8, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentImavov fór létt með Adesanya

Imavov fór létt með Adesanya

Adesanya og Imavov mættust í aðalbardaga fyrsta Ríad-kvöldsins. Adesanya hefur ekki verið að lenda sigrum upp á síðkastið og fékk hann í þetta skiptið hinn funheita Imavov til að sanna að hann eigi skilið pláss á topplista deildarinnar.

Fyrsta lota fór vel af stað með mikilli virkni án þess að hvorugir bardagamannanna hefðu sett of mikinn kraft í höggin sín eða lotuna. Adesanya vann líklega fyrstu lotu en besta högg lotunnar kom frá Imavov sem smellhitti flottu upphöggi á Izzy. Snemma í annarri lotu hitti Imavov rosalegri hægri yfirhönd sem sló Adesanya í gólfið og fylgdi Imavov eftir með ground n’ pound á bakinu hans Adesanya. Dómarinn skarst í leikinn og veifaði bardagann af en Adesanya var ekki sáttur með hvorki dómarann né sjálfan sig eftir bardagann.

Nú er spurningin hvort Imavov sé næstur í titiltalinu. Sean Strickland mætir Dricus Du Plessis á UFC 312 sem haldið verður í Sidney næstu helgi, þá kemur í ljós hvort einhverjar breytingar verði á í millivigtinni. Khamzat hefur verið í umræðunni um næsta titilbardaga en eftir ótrúlegan KO-sigur Imavov gegn Adesanya hefur umræðan breyst.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið