Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir og Valgerður Guðsteinsdóttir héldu í dag til Svíþjóðar þar sem þær munu keppa á Norðurlandameistaramótinu í boxi.
Ingibjörg Helga, betur þekkt sem Imma, keppir í 54 kg flokki kvenna og eru þær fjórar í flokknum samkvæmt okkar upplýsingum. Imma æfir hjá Mjölni/Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.
Valgerður Guðsteinsdóttir keppir -64 kg flokki kvenna og eru þær einnig fjórar í flokknum. Valgerður æfir hjá Hnefaleikastöðinni.
Báðar eru þær margfaldir Íslandsmeistarar í boxi og freista þess nú að verða Norðurlandameistarar. Ef mótið heppnast vel hjá Immu ætlar hún að keppa á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana eftir tvær vikur.
Mótið hefst á morgun og verður hægt að fylgjast með því að einhverju leyti í beinni á Youtube hér að neðan.