spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngibjörg Helga og Valgerður keppa á Norðurlandamótinu í boxi

Ingibjörg Helga og Valgerður keppa á Norðurlandamótinu í boxi

Mynd af Instagram síðu Mjölnis.
Mynd af Instagram.

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir og Valgerður Guðsteinsdóttir héldu í dag til Svíþjóðar þar sem þær munu keppa á Norðurlandameistaramótinu í boxi.

Ingibjörg Helga, betur þekkt sem Imma, keppir í 54 kg flokki kvenna og eru þær fjórar í flokknum samkvæmt okkar upplýsingum. Imma æfir hjá Mjölni/Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.

Valgerður Guðsteinsdóttir keppir -64 kg flokki kvenna og eru þær einnig fjórar í flokknum. Valgerður æfir hjá Hnefaleikastöðinni.

Báðar eru þær margfaldir Íslandsmeistarar í boxi og freista þess nú að verða Norðurlandameistarar. Ef mótið heppnast vel hjá Immu ætlar hún að keppa á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana eftir tvær vikur.

Mótið hefst á morgun og verður hægt að fylgjast með því að einhverju leyti í beinni á Youtube hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular