Ingþór Örn Valdimarsson, yfirþjálfari Fenris á Akureyri, er einn af tíu íþróttamönnum sem fær styrk frá Macaco Branco íþróttamerkinu. Fyrirtækið er finnskt og sérhæfir sig í fatnaði fyrir glímu.
Ingþór Örn hlaut svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu á dögunum frá Robson Barbosa. Macaco Branco var í leit að íþróttamönnum frá Norðulöndum til að styrkja og var umsóknarferlið opið öllum. Merkið valdi að lokum tíu einstaklinga til að styrkja en þetta verða fyrstu keppendurnir sem merkið styrkir.
„Við fengum margar umsóknir svo valið var ekki auðvelt. Þessir styrkir munu vonandi hjálpa merkinu okkar að vaxa og vonandi getum við samið við fleiri íþróttamenn,“ segir í tilkynningu frá forstjóra fyrirtækisins, Kimmo Nurmisto.
Samkvæmt heimasíðu þeirra bjóða þeir íþróttamönnum sínum upp á æfinga- og keppnisbúnað og tækifæri á að keppa á einstökum mótum.
Fyrirtækið mun bæta við sig fleiri keppendum og ættu áhugasamir að hafa samband við teamnordic@macacobranco.com. Hér má nálgast frekari upplýsingar um umsóknarferlið.
Til lukku Ingþór