spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngþór Örn: Var alltaf draumurinn að fá svarta beltið

Ingþór Örn: Var alltaf draumurinn að fá svarta beltið

ingþór örn
Mynd: Brynjar Hafsteins.

Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri fékk um helgina svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir æfingabúðir í Belgíu. Ingþór er fimmti Íslendingurinn sem fær svarta beltið í íþróttinni en við heyrðum aðeins í honum þar sem hann er staddur í Belgíu.

Áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon og Kári Gunnarsson fengið svarta beltið í BJJ og er Ingþór því fimmti Íslendingurinn sem nær þessu afreki. Það tekur að meðaltali um 10-12 ár að fá svarta beltið í BJJ en Ingþór fór í sinn fyrsta BJJ tíma fyrir tíu árum síðan. „Ég fór í minn fyrsta BJJ tíma í febrúar 2005 í Cityboxing San Diego. Áður hafði ég æft Judó á Akureyri í tæpt ár,“ segir Ingþór.

Þegar Ingþór byrjaði sá hann ekki fyrir sér að vera lengi í glímunni. „Í fyrstu ætlaði ég bara að læra rétt nóg til að redda mér í MMA en eftir minn fyrsta og eina bardaga hingað til árið 2007 þá komst ég að því að ég þyrfti að sinna þessu af meiri alvöru. Þegar ég var að byrja var sportið svo ungt á Íslandi að ég hafði ekki hugmynd um hvort það væri einu sinni raunhæft að miða á svarta beltið einhvern tímann. En það var alltaf draumurinn.“

Einn af fimm Íslendingum sem er með svarta beltið er Kári Gunnarsson en Ingþór og Kári byrjuðu í BJJ á svipuðum tíma. Kári er búsettur í Danmörku og hefur lengst af æft þar í landi. „Ég og Kári erum æskuvinir og höfðum alltaf svipaðar hugmyndir um hvernig ætti að slást. Hann fór út samt í sína pílagrímsferð árið áður minnir mig til Chris Brennan. En við æfðum aldrei saman þar sem við fluttum báðir erlendis á sama tíma og hann settist að í Danmörku og ég flutti til Akureyrar. Við tókum samt okkar fyrstu glímu í haust,“ segir Ingþór og brosir.

Ingþór er eigandi og yfirþjálfari Fenris á Akureyri en hvenær stofnaði hann bardagaklúbbinn? „Fenrir keppti á sínu fyrsta BJJ móti í Mjölni 2006 og var svona að þróast hægt og rólega þangað til 2012. Þá komst hann í þessa mynd sem hann er í dag.“

Eins og áður segir var Ingþór staddur í Belgíu þegar hann fékk svarta beltið. „Robson Barbosa gaf mér beltið hérna í Belgíu þar sem ég var að þjálfa á BJJ Globetrotters Summer Camp 2015. Athöfnin var formleg en rassskellingarnar og matið fór fram yfir alla vikuna. Vert er að taka fram að ég hélt eina stórbrotnustu ræðu síðan Martin Luther King Jr.“

Ingþóri hefur vegnað vel á alþjóðlegum glímumótum og tók til að mynda þrenn gullverðlaun á NAGA UK Open 2014 í flokki brúnbeltinga. Var hann farinn að hugsa um svarta beltið?

„Já, mig langar að keppa á hæsta mögulega standardi í sportinu á meðan ég er í likamlega góðu formi. Mig langaði ekki að vera kannski búinn að meiðast eða orðinn of gamall to keep up with dem young bucks. Ættu ekki allir að vilja prófa sig á stærsta sviðinu upp á sitt besta og sjá hvort þeir geti cut the mustard?“

Við þökkum Ingþóri kærlega fyrir þetta viðtal og óskum honum til hamingju með áfangann. Áhugasamir geta lesið nánar um afrek Ingþórs á heimasíðu Fenris hér.

ingþór svart belti
Ingþór með svarta beltið fyrir framan styttu af Jean-Claude Van Damme
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular