spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaInngöngulög Bjarka, Birgis og Magnúsar

Inngöngulög Bjarka, Birgis og Magnúsar

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Laugardaginn 7. mars berjast þrír íslenskir bardagamenn í Liverpool. Við fengum þá Bjarka Ómarsson, Magnús Inga Ingvarsson og Birgi Örn Tómasson til að segja frá inngöngulagi sínu áður en þeir stíga í búrið.

Inngöngulag keppanda er mikilvægur þáttur í að koma bardagamönnum í réttan gír áður en bardaginn hefst. Eins og flestir landsmenn þekkja hefur Gunnar Nelson notast við lag Hjálma, Leiðin okkar allra, í nokkur ár og hefur það gefið laginu nýja merkingu í augum margra.

Kapparnir munu berjast á Shinobi War 4 bardagakvöldinu í Liverpool fyrir hönd Mjölnis. Birgir Örn keppir um léttvigtarbeltið en Bjarki Þór vann Shinobi léttvigtarbeltið í fyrra.

Birgir Örn Tómasson mun ganga í búrið undir tónum Notorious B.I.G. „Biggie Smalls er alltaf að segja nafnið mitt í öllum lögunum sínum, m.a. þessu, ég fíla það. Þar fyrir utan vil ég komast í rétta gírinn með góðum takti sem bæði peppar mann upp og róar mann niður. Eins vil ég að áhorfendur fái rétta grúvið til að taka vel á móti mér. Ég vil koma áhorfendum í góðan gír, byggja upp stemningu en það er mjög mikilvægt fyrir mig,“ segir Birgir um val sitt.

Bjarki Ómarsson mun notast við lagið Prelude með Michael Calfan. „Þetta lag kemur mér í gírinn. Ef ég mætti þá myndi ég vilja berjast á meðan þetta lag er undir!“

Magnús Ingi mun ganga í búrið undir laginu 300 Violin Orchestra eftir Jorge Quintero. „Ég vel þetta walkout lag vegna þess að það lætur mér líða vel og á sama tíma peppast ég upp á góðan hátt. Það er nr 1, 2 og 3 hjá mér að líða vel í bardaganum og ég vel mér lög út frá því,“ segir Magnús um valið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular