spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Ágústa Eva Erlendsdóttir - UFC 184

Spámaður helgarinnar: Ágústa Eva Erlendsdóttir – UFC 184

Mynd: Jón Viðar Arnþórsson.
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson.

UFC 184 fer fram annað kvöld þar sem Ronda Rousey mun verja titil sinn gegn Cat Zingano. Við fengum Ágústu Evu Erlendsdóttur til að spá fyrir um úrslit aðalhluta bardagakvöldsins.

Ágústu Evu þarf vart að kynna en þessi leikkona, söngkona og Mjölniskona er mikill bardagaaðdáandi.

Léttvigt: Tony Ferguson gegn Gleison Tibau

Þeir eru báðir góðir stand-up gæjar og góðir glímumenn og báðir snöggir. Ég er að vonast til að sjá Tibau gefa okkur fallegt Guillotine choke og ég vona að hann nái því, held að Ferguson gæti verið opinn fyrir því. Annars hefur Ferguson mikið að sanna núna en ég hugsa að Tibau hafi meira hjarta og muni taka þennann bardaga við þó nokkuð illan leik.

Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh

Who?? Eftir að hafa skoðað þessa menn þá sér maður fljótt að það er góð ástæða fyrir þessu matchuppi og er greinilega vænst til að þetta verði skemmtilegur standup bardagi sem er alltaf afar þakklátt. Ég hlakka til að sjá þennan bardaga og vonast til að hann verði þéttur og góður með flottum tilþrifum og spörkum. Ég slumpa á að þetta verði TKO Jouban í vil.

Veltivigt: Jake Ellenberger gegn Josh Koscheck

Ég ætlast til að hér verði allt látið gossa. Ég giska á að þetta verði blóðugur bardagi og hvergi gefið eftir, ef einhver tappar út þá verður það Koscheck en annars veðja ég á að þeir fari allar loturnar í split decicion Koscheck í vil væntanlega.

Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington gegn Holly Holm

Holly er ein mest hæpaðasta persóna í UFC í dag og það hefur jafnvel gengið svo langt að líkja henni við Conor McGregor, sem er full langt gengið því að þó að hún sé góð og gríðalega sterk líkamlega þá virðist hana vanta sumstaðar eitthvað upp á í leiknum sínum. Pennington virðist hafa ágætt vopnabúr over all og ég held að hún muni standa í Holly þrátt fyrir að vera minni. Besti sénsinn fyrir hana væri þá að reyna að ná Holly niður og klára hana með uppgjafartaki. En Holly er væntanlega búin að vera að drilla felluvarnir eins og Mofo þar sem hún er búin að vera að kalla út Rondu Rousey í þónokkurn tíma núna. Holly mun sennilega brjóta eða bráka eitthvað í Pennington og sigra hana á semí subbulegan hátt í 3. lotu.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano

Ronda er skrímsli og langt á undan flestum í UFC í staðfestu og vinnusemi og það skilar sér vel. Það er fáránlegur munur á henni og öllum þeim sem hún hefur mætt í búrinu og því miður held ég að það verði ekki mikið öðruvísi núna. Það er erfitt hins vegar að halda ekki með Cat, saga hennar er bara þannig og hún er algjört hross líka en ætli ég sé ekki að vonast til að sjá þær fara inn í aðra lotu. Ronda mun klára þetta snyrtilega að vanda og ég hugsa að hana langi mikið til að klára þennan bardaga með rothöggi, jafnvel með sparki, en sjáum hvort það sé ekki full bjartsýnt.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 á laugardagskvöldið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular