spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaInngöngulög Bjarka og Bigga

Inngöngulög Bjarka og Bigga

Þeir Bjarki Pétursson og Birgir Örn Tómasson keppa á Shinobi 10 bardagakvöldinu á laugardaginn í Liverpool. Bjarki keppir sinn fyrsta áhugamannabardaga á meðan Birgir keppir sinn fyrsta atvinnubardaga í MMA.

Báðir koma þeir úr röðum Mjölnis og héldu þeir utan í gærmorgun ásamt þjálfurum. Birgir mætir Anthony O’Connor á laugardaginn en það er þriðji síðasti bardagi kvöldsins. Birgir mun ganga í búrið undir laginu Kick in the Door með Biggie Smalls.

„Þetta lag kemur mér í góðan gír, aðallega vegna þess að nafnið mitt (Biggi) kemur aftur og aftur fyrir í textanum. Svo er hann líka að rappa um að sparka upp hurð og taka í einhvern gæja en það er einmitt það sem ég er að fara að gera á laugardaginn,“ segir Birgir um lagið.

Ísfirðingurinn Bjarki Pétursson mætir Joey Dakin en þetta verður hans fyrsti MMA bardagi. Hann mun ganga í búrið undir íslenska laginu Stingum af með Mugison.

„Þetta lag fer með mig í ferðalag aftur heim til Ísafjarðar. Það fær mig til að muna hver ég er og af hverju ég er að þessu. Þó ég búi í Rekjavík þá er ég Ísfirðingur!“ segir Bjarki um lagið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular