spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslandsvinirnir Cathal Pendred og Chris Fields í TUF 19

Íslandsvinirnir Cathal Pendred og Chris Fields í TUF 19

tuf19

19. sería The Ultimate Fighter raunveruleikaseríunnar hefst 16. apríl. Þjálfarar verða þeir BJ Penn og Frankie Edgar en þeir há þriðja bardagann sín á milli þann 6. júlí. Hér kíkjum við þá bardagamenn sem berjast um UFC samninginn en það er langt síðan TUF innihélt svona marga góða bardagamenn.

Liðsmenn Team Edgar:

  • Corey Anderson (3-0): 24 ára og sigrað tvo bardaga eftir rothögg.
  • Patrick Walsh (4-1): Keppti áður í þungavigt og er með bakgrunn í glímu.
  • Matt Van Buren (6-2): Var með tvo sigra og tvö töp í Bellator frá 2011 til 2012. Hefur æft hjá Alliance bardagaklúbbnum með mönnum eins og Phil Davis, Alexander Gustafsson og Dominick Cruz. Þykir einn af sigurstranglegustu í ár.
  • Todd Monaghan (8-2): Æfir hjá UFC bardagamanninum Ben Rothwell.
  • Ian Stephens (2-0): Reynsluminnsti bardagamaðurinn í seríunni. Hefur ekki barist síðan 2010!
  • Dhiego Lima (9-1): Einn af sigurstranglegustu keppendum seríunnar. Yngri bróðir Bellator kappans Douglas Lima. Var tilgreindur sem ein af stjörnum framtíðarinnar hjá okkur í fyrra (sjá hér). Þykir mjög viðkunnalegur náungi en þessi 25 ára bardagamaður er fjögurra barna faðir.
  • Eddie Gordon (6-1): Æfir hjá Serra-Longo ásamt Chris Weidman. Góður íþróttamaður og hreyfir sig vel miðað við léttþungavigtarmann. Var meistari í Ring of Combat bardagasamtökunum (Chris Weidman var einnig Ring of Combat meistari).
  • Hector Urbina (16-8-1): Reynslumesti bardagamaðurinn en hann æfir hjá American Top Team. Barðist tvo bardaga í Bellator (annar gegn Lyman Good).

Ásamt Frankie Edgar eru þeir Mark Henry, Ricardo Almeida, Renzo Gracie og Anderson Franca þjálfarar í þessu liði.

Liðsmenn Team Penn:

  • Anton Berzin (3-1): Er með einhvern bakgrunn í Muay Thai en annars er ekki mikið vitað um hann.
  • Josh Clark (7-2): Með eitt tap í Bellator en annars lítið um hann að segja.
  • Daniel Spohn (8-3): Barðist fjóra bardaga í Bellator (tapaði þremur) og byrjaði að æfa Kung Fu 12 ára gamall. Æfir enn Kachido Aikijitsu og hefur gert í 13 ár.
  • Chris Fields (10-5-1): Írski bardagamaðurinn Chris Fields hefur oft dvalið hér á Íslandi við æfingar. Hann er fyrrum bankastarfsmaður sem sagði upp starfi sínu til að gerast atvinnumaður í MMA. Hann hefur æft sparkbox frá 6 ára aldri en byrjaði að æfa MMA hjá John Kavanagh árið 2007. Af 10 sigrum hans hafa allir komið eftir uppgjafartak eða rothögg.
  • Mike King (5-0): Ósigraður (var einnig ósigraður í 4 áhugamannabardögum sínum) og hefur sigrað alla eftir uppgjafartak eða rothögg. Spilaði amerískan fótbolta á háskólaárum sínum.
  • Tim Williams (8-1): Lítur út eins og raðmorðingi (sjá neðar) og ber viðurnefnið “The south Jersey strangler” ágætlega. 6 sigrar hans hafa komið eftir uppgjafartak (allt hengingar..). Hann komst í 17. seríu TUF en tapaði þar í bardaga um að komast inn í húsið. Bardaginn var jafn og harður en Dylan Andrews reyndist sterkari þann dag. Er með sigur á fyrrum UFC kappanum Andre Gusmao (hann var fyrsti andstæðingur Jon Jones í UFC) en eina tapið hans kom gegn Dustin Jacoby eftir að hann hlaut of stóran skurð.
  • Cathal Pendred (13-2-1): Annar Íslandsvinur og er fyrrum Cage Warriors veltivigtarmeistarinn. Er talinn einn af sigurstranglegustu bardagamönnum seríunnar og hefur sigrað sterka andstæðinga á borð við Che Mills og Nicholas Musoke. Hefur mikið æft með Gunnari Nelson og Conor McGregor en hann dvaldi hér á landi í þrjár vikur fyrr á þessu ári.
  • Roger Zapata (4-1): Af myndböndum af dæma virðist hann vera fínn alls staðar en hann hefur sigrað þrjá bardaga eftir rothögg.

BJ Penn er með Andre Pederneiras, Jason Parillo, John Hackleman og Mark Coleman sem þjálfara í sínu liði.

Tim-Williams-MMA-Fighter
Tim Williams
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular