spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslendingarnir sigruðu alla sína bardaga í Cage Contender!

Íslendingarnir sigruðu alla sína bardaga í Cage Contender!

Mjölnir CT
Mynd: Mjölnir

Fjórir íslendingar lögðu leið sína til Írlands þar sem þeir komu, sáu og sigruðu. Þetta voru þeir Egill Øydvin Hjördísarson, Magnús Ingi Ingvarsson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia. Sá síðastnefndi var einnig að keppa sinn fyrsta atvinnumanna bardaga.

Egill Øydvin sigraði Julius Ziurauskis með dómaraúrskurði í millivigtar bardaga en þetta var annar áhugamannabardagi Egils og hefur hann sigrað þá báða.

Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Ryan Greene með rothöggi í fyrstu lotu. Bardaginn fór fram í léttvigt en hann hafði áður keppt í veltivigt. Magnús hefur ekki ákveðið hvorn þyngdarflokkinn hann mun velja. Magnús Ingi er ósigraður eftir 3 bardaga en fyrsti bardagi hans endaði með jafntefli.

Birgir Örn Tómasson sigraði Ryan McIlwee með rothöggi í annarri lotu. Bardaginn fór fram í léttvigt og var þetta jafnframt frumraun Birgis í MMA.

Diego Björn Valencia sigraði sinn fyrsta atvinnumanna bardaga gegn Conor Cooke sem er hátt skrifaður í Belfast. Diego sigraði með “triangle” hengingu í þriðju lotu eftir að hafa fengið mörg stór högg í upphafi bardagans.

Ítarlegri lýsing á bardögunum kemur á morgun svo fylgist spennt með! MMA Fréttir óskar öllum bardagamönnum til hamingju með sigrana.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular