spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÍvar Orri með sigur eftir dómaraákvörðun

Ívar Orri með sigur eftir dómaraákvörðun

Ívar og Aron.
Mynd: Reykjavík MMA

Ívar Orri Ómarsson úr Reykjavík MMA var rétt í þessu að vinna MMA bardaga sinn á Vison MMA Combat bardagakvöldinu á Englandi. Ívar fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Ívar mætti Peder Rosada-Svendsen en þetta var fyrsti áhugamannabardagi Ívars í MMA. Bardaginn byrjaði ekki vel fyrir Ívar en hann var fljótlega tekinn niður, lenti undir í „mount“ og lét Peder höggin dynja á Ívari.

Ívar reyndi að sleppa en gaf á sér bakið. Peder var ekki langt frá því að ná að læsa „rear naked choke“ hengingunni en Ívar barðist vel og kom sér á fætur. Peder tók 1. lotuna og var Ívar í basli.

Önnur lotan var talsvert betri fyrir Ívar. Í standandi viðureign var augljóst að Ívar var mun betri og náði hann nokkrum þungum höggum inn. Peder bakkaði á meðan Ívar pressaði og reyndi fellur en Ívar varðist þeim öllum vel.

Í 3. lotu var það sama upp á teningnum. Peder bakkaði á meðan Ívar náði inn nokkrum góðum höggum inn. Það var þó aðeins meira bit frá Peder í 3. lotu en Ívar stjórnaði ferðinni allan tímann. Ívar var tekinn niður í lok bardagans en kom sér fljótt upp að búrinu og át engin högg í gólfinu.

Bardaginn fór því allar þrjár loturnar, þrjár þriggja mínútu lotur, og stóð Ívar uppi sem sigurvegari í hörku bardaga eftir einróma dómaraákvörðun. Fyrr í kvöld náði Aron Kevinsson í sigur með uppgjafartaki í 1. lotu og var þetta því frábært kvöld fyrir strákana í Reykjavík MMA.

Bardagann í heild sinni má sjá á Facebook síður RVK MMA hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular