Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJacare Souza brátt samningslaus

Jacare Souza brátt samningslaus

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza berst næstu helgi við Ástralann Robert Whitaker á UFC on FOX 24. Eftir bardagann verður Jacare samningslaus sem setur framtíð hans í ákveðna óvissu.

Það verður sífellt algengara að bardagamenn klári samninga sína og semji svo um kaup á kjör á opnum markaði í kjölfarið. Nokkrir markverðir bardagamenn eins og Rory MacDonald, Lorenz Larkin og Ryan Bader hafa yfirgefið UFC og farið til Bellator.

Gegard Mousasi barðist sinn síðasta bardaga á samningi sínum við UFC um síðustu helgi og mun Jacare gera það sama um helgina. Þetta eru tveir af bestu bardagamönnum millivigtarinnar og er Bellator að fylgjast vel með þeirra málum. Ljóst er að þessir frábæru bardagamenn munu fara fram á launahækkun og getum við ekki annað en vonað að samningar náist við UFC.

Jacare hefur annars farið ófögrum orðum um titilbardaga Michael Bisping og Georges St. Pierre. Hann segist ekki ætla að horfa á bardagann og vonar að þeir rotist báðir samtímis.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular