Saturday, February 24, 2024
HomeErlentJan Blachowicz stöðugt vanmetinn

Jan Blachowicz stöðugt vanmetinn

Jan Blachowicz er nýr léttþungavigtarmeistari UFC. Blachowicz rotaði Dominick Reyes í nótt en hann kemur stöðugt á óvart.

Það er óhætt að segja að Jan Blachowicz sé einn af þeim vanmetnustu í UFC í dag. Andstæðingar hans eru nánast alltaf sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardagana en sá pólski hefur unnið átta af síðustu níu bardögum sínum.

Samkvæmt stuðlum á Best Fight Odds var Blachowicz sigurstranglegri hjá veðbönkum aðeins einu sinni í síðustu níu bardögum. Það var í sigri gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza í fyrra.

Dominick Reyes, Corey Anderson, Luke Rockhold, Nikita Krylov, Jimi Manuwa, Jared Cannonier og Devin Clark þóttu allir líklegri til sigurs gegn Blachowicz en sá pólski sigraði þá alla.

Sá eini sem var sigurstranglegri og náði sigrinum var Thiago Santos. Takist Santos að sigra Glover Teixeira síðar á árinu mun hann að öllum líkindum fá næsta titilbardaga (svo lengi sem Jon Jones ákveður að mæta ekki aftur í léttþungavigtina).

Blachowicz tapaði fjórum af fimm bardögum sínum frá 2015 til 2017 og var á barmi þess að vera rekinn úr UFC. Hann snéri við blaðinu árið 2017 og er nú léttþungavigtarmeistari UFC.

Stuðull
Jan Blachowicz2.90
Dominick Reyes1.33
Jan Blachowicz2.75
Corey Anderson1.35
Jan Blachowicz1.54
Ronaldo Souza2.15
Jan Blachowicz2.80
Luke Rockhold1.36
Jan Blachowicz1.95
Thiago Santos1.74
Jan Blachowicz2.10
Nikita Krylov1.57
Jan Blachowicz2.20
Jimi Manuwa1.47
Jan Blachowicz2.40
Jared Cannonier1.51
Jan Blachowicz2.20
Devin Clark1.62
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular