spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJeremy Stephens með geggjað svar til Conor ári eftir blaðamannafundinn fræga

Jeremy Stephens með geggjað svar til Conor ári eftir blaðamannafundinn fræga

Jeremy Stephens varð fyrir barðinu á frægum ummælum Conor McGregor fyrir ári síðan. Það tók ár að svara til baka en svarið var ansi gott.

Á sérstökum blaðamannafundi fyrir UFC 205 í fyrra voru allar stjörnur bardagakvöldsins samankomnar á stóra sviðinu. Er Conor var spurður hver af bardagamönnunum á sviðinu myndi veita honum erfiðasta bardagann skaut Jeremy Stephens inn í að það væri hann. Conor svaraði um hæl og spurði hver í fjandanum þetta væri eins og frægt er.

Þessi setning hefur fylgt báðum bardagamönnum síðan þá og voru þetta ein af frægustu ummælum Conor.

Jeremy Stephens kom með frábært svar í gær á Twitter þar sem hann stillir sér upp með mömmu Conor McGregor.

Jeremy Stephens berst í fjaðurvigt UFC en þar var Conor McGregor meistari er blaðamannafundurinn fór fram. Hann hefur síðan þá verið sviptur titlinum en er ennþá léttvigtarmeistari UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular