Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMatt Brown ætlar að hætta eftir sinn næsta bardaga

Matt Brown ætlar að hætta eftir sinn næsta bardaga

Matt Brown mætir Diego Sanchez þann 11. nóvember. Hann hefur nú tilkynnt að það verði hans síðasti bardagi á ferlinum.

Hinn 36 ára Matt Brown á langan feril að baki en hann tilkynnti það á Instagram að bardaginn gegn Diego Sanchez yrði hans síðasti.

Brown hefur tapað þremur bardögum í röð og vonast eflaust eftir að klára ferilinn með sigri. Síðustu þrír andstæðingar hans hafa reyndar allir verið mjög öflugir (Demian Maia, Jake Ellenberger og Donald Cerrone) en ferill Brown hefur verið stakkaskiptur í UFC.

Hann kom í UFC í 7. seríu The Ultimate Fighter og hefur verið þar síðan en bardaginn gegn Sanchez verður hans 24. í UFC. Um tíma var Brown nálægt því að fá titilbardaga er hann vann sjö bardaga í röð.

Bardaginn gegn Sanchez verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu þann 11. nóvember. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Dustin Poirier og Anthony Pettis.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular