Jimi Manuwa tilkynnti í dag að hann væri hættur í MMA. Hinn 39 ára gamli Manuwa var rotaður illa um síðustu helgi og hefur nú ákveðið að segja þetta gott.
Jimi Manuwa er 39 ára gamall og tapaði sínum fjórða bardaga í röð um helgina. Manuwa var þá rotaður af Aleksander Rakic en af töpunum fjórum voru þrjú eftir rothögg.
Jimi Manuwa átti skemmtilegan feril í UFC. Hann kom inn í UFC árið 2012 á UFC bardagakvöldinu í Nottingham líkt og Gunnar Nelson. Manuwa var alltaf í skemmtilegum bardögum en endar bardagaferilinn með 17 sigra og sex töp. í UFC var hann 6-6 og voru fimm af töpunum eftir rothögg.
Manuwa sagði á Instagram í dag að síðustu fjórir bardagar hafi verið erfiðir bæði fyrir hann og aðstandendur sína. Stíllinn hans bjóði hættunni heim og að hann hafi hlotið skaða.
Manuwa koma seint inn í MMA en hann var 28 ára þegar hann tók sinn fyrsta atvinnubardaga. Af 17 sigrum hans voru 15 eftir rothögg og getur hann verið sáttur við fínan feril en spurning hversu langt hann hefði náð ef hann hefði byrjað fyrr.