spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJimi Manuwa meiddist þegar hann var nýlentur í Brasilíu

Jimi Manuwa meiddist þegar hann var nýlentur í Brasilíu

Jimi Manuwa átti að mæta Thiago Santos á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Skömmu eftir að hann lenti í Brasilíu meiddist hann á æfingu.

Það hefur verið nokkuð um meiðsli á bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Upphaflega áttu þeir Jimi Manuwa og Glover Teixeira að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn átti að fara fram í léttþungavigt en skömmu eftir að bardaginn var staðfestur meiddist Teixeira.

Í hans stað kom Thiago Santos en Santos hefur hingað til barist í millivigt í UFC. Hann tilkynnti eftir sinn síðasta bardaga að hann ætlaði sér upp í léttþungavigt og stökk því á tækifærið þegar landi hans Teixeira meiddist.

Bardagi Manuwa og Santos leit vel út á pappírum og stefndi allt í spennandi viðureign. Manuwa flaug frá Englandi á dögunum en meiddist aftan í læri. Manuwa var að taka spretti og átti þetta að vera síðasta erfiða æfingin fyrir bardagann. Eitthvað rifnaði aftan í lærinu í sprettunum og hefur Manuwa þurft að hætta við bardagann. Manuwa verður frá í um það bil 6 vikur og var eðlilega gríðarlega svekktur.

 

View this post on Instagram

 

I’m truly gutted. The day after I landed in Brazil I went for my last hard training session. During that session of sprints I tore my hamstring, and after getting it assessed in hospital, doctors diagnosed it as a severe tear greater than 50%. They told me it will be a minimum of 6 weeks recovery time. Ill be working hard everyday to get back so I can continue to put on great fights for everyone to watch. I was 100% ready and looking forward to putting on a great show for the fans in São Paulo and around the world . I made a lot of sacrifices and even missed my daughter’s 10th birthday. I’m sorry Havana, I love you, Daddy is on his way home. I want to thank everyone of you for the love and support you have sent my way. Without all of you none of this is possible. I can’t wait to come back and put on a show for you all. Lions eat first ?

A post shared by Jimi Manuwa (@pb1_) on

Í hans stað kemur Bandaríkjamaðurinn Eryk Anders. Anders berst vanalega í millivigt en stökk á tækifærið til að mæta Santos í léttþungavigt eftir að Manuwa meiddist. Það hafa því verið miklar breytingar á bardagakvöldinu í Sao Paulo en eftir stendur engu að síður flottur bardagi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular