Jimi Manuwa átti að mæta Thiago Santos á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Skömmu eftir að hann lenti í Brasilíu meiddist hann á æfingu.
Það hefur verið nokkuð um meiðsli á bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Upphaflega áttu þeir Jimi Manuwa og Glover Teixeira að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn átti að fara fram í léttþungavigt en skömmu eftir að bardaginn var staðfestur meiddist Teixeira.
Í hans stað kom Thiago Santos en Santos hefur hingað til barist í millivigt í UFC. Hann tilkynnti eftir sinn síðasta bardaga að hann ætlaði sér upp í léttþungavigt og stökk því á tækifærið þegar landi hans Teixeira meiddist.
Bardagi Manuwa og Santos leit vel út á pappírum og stefndi allt í spennandi viðureign. Manuwa flaug frá Englandi á dögunum en meiddist aftan í læri. Manuwa var að taka spretti og átti þetta að vera síðasta erfiða æfingin fyrir bardagann. Eitthvað rifnaði aftan í lærinu í sprettunum og hefur Manuwa þurft að hætta við bardagann. Manuwa verður frá í um það bil 6 vikur og var eðlilega gríðarlega svekktur.
Í hans stað kemur Bandaríkjamaðurinn Eryk Anders. Anders berst vanalega í millivigt en stökk á tækifærið til að mæta Santos í léttþungavigt eftir að Manuwa meiddist. Það hafa því verið miklar breytingar á bardagakvöldinu í Sao Paulo en eftir stendur engu að síður flottur bardagi.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Blábeltingamót VBC 2019 úrslit - February 23, 2019
- Hvenær byrjar UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos? - February 23, 2019
- Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos - February 23, 2019