spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoanna Jedrzejczyk fær Tecia Torres í Kanada

Joanna Jedrzejczyk fær Tecia Torres í Kanada

Fyrrum strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk er komin með sinn næsta bardaga. Joanna fær Tecia Torres næst en bardaginn fer fram í Kanada í sumar.

UFC ætlar greinilega að koma með sterkt bardagakvöld til Calgary í Kanada í sumar. Bardagakvöldið fer fram þann 28. júlí og hefur UFC þegar staðfest viðureign Jose Aldo og Jeremy Stephens.

Nú hefur UFC staðfest bardaga Joanna Jedrzejczyk og Tecia Torres á kvöldinu. Torres tapaði fyrir Jessica Andrade í febrúar en fram að því hafði hún unnið þrjá bardaga í röð. Torres er ein af fáum nálægt toppnum í strávigtinni sem hefur ekki ennþá mætt Jedrzejczyk. Þetta verður fyrsti bardagi Jedrzejczyk sem er ekki titilbardagi síðan í desember 2014.

Jedrzejczyk varði strávigtartitil sinn fimm sinnum í UFC en tapaði titlinum til Rose Namajunas í nóvember í fyrra. Þær mættust svo aftur í apríl en þá sigraði Namajunas eftir dómaraákvörðun.

Enn vantar aðalbardaga kvöldsins en UFC er að reyna að setja saman bardaga á milli Dustin Poirier og Eddie Alvarez. Alvarez neitar að berjast aftur fyrr en hann fær nýjan samning en Alvarez á einn bardaga eftir af núgildandi samningi. Þá reyndi UFC að fá fluguvigtarmeistara kvenna, Nicco Montano, til að mæta Valentinu Shevchenko en Montano er enn að glíma við meiðsli.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular