Johny Hendricks er ekki af baki dottinn þrátt fyrir sex töp í síðustu átta bardögum sínum. Nú langar hann að fara aftur niður í veltivigt eftir misheppnaða dvöl í millivigt.
Johny Hendricks var veltivigtarmeistari UFC árið 2014 en hefur verið í brasi undanfarin ár. Hendricks hefur lengi verið í vandræðum með vigtina og náði ekki vigt í tvígang í veltivigt og þá þurfti að hætta við viðureign hans og Tyron Woodley á sínum tíma vegna vigtunarvandræða Hendricks.
Í millivigt byrjaði hann á að vinna Hector Lombard en var svo rotaður tvo bardaga í röð. Honum mistókst meira að segja að ná vigt í millivigt fyrir bardagann gegn Tim Boetsch.
Nú er Hendricks samningslaus en segist vilja halda áfram að berjast í UFC og þá aftur í veltivigt. Hendricks segir að UFC sé á sama máli og býst við að semja aftur við UFC á næstunni en þetta lét hann eftir sér í viðtali við MMA Junkie Radio á dögunum.
Í maí 2017 sagði Hendricks að hann vildi aldrei berjast aftur í veltivigt á ferlinum. Nú er greinilega annað hljóð í honum og telur hann að ferlinum sé ekki lokið þrátt fyrir slæmt gengi.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Georges St. Pierre hættur - February 21, 2019
- Léttvigtin í óvissu – Max Holloway sagður á leiðinni upp gegn Tony Ferguson - February 21, 2019
- Halldór Logi keppir á Polaris í London sömu helgi og Gunnar Nelson mætir Leon Edwards - February 20, 2019