0

Joanna Jedrzejczyk fær Tecia Torres í Kanada

Fyrrum strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk er komin með sinn næsta bardaga. Joanna fær Tecia Torres næst en bardaginn fer fram í Kanada í sumar.

UFC ætlar greinilega að koma með sterkt bardagakvöld til Calgary í Kanada í sumar. Bardagakvöldið fer fram þann 28. júlí og hefur UFC þegar staðfest viðureign Jose Aldo og Jeremy Stephens.

Nú hefur UFC staðfest bardaga Joanna Jedrzejczyk og Tecia Torres á kvöldinu. Torres tapaði fyrir Jessica Andrade í febrúar en fram að því hafði hún unnið þrjá bardaga í röð. Torres er ein af fáum nálægt toppnum í strávigtinni sem hefur ekki ennþá mætt Jedrzejczyk. Þetta verður fyrsti bardagi Jedrzejczyk sem er ekki titilbardagi síðan í desember 2014.

Jedrzejczyk varði strávigtartitil sinn fimm sinnum í UFC en tapaði titlinum til Rose Namajunas í nóvember í fyrra. Þær mættust svo aftur í apríl en þá sigraði Namajunas eftir dómaraákvörðun.

Enn vantar aðalbardaga kvöldsins en UFC er að reyna að setja saman bardaga á milli Dustin Poirier og Eddie Alvarez. Alvarez neitar að berjast aftur fyrr en hann fær nýjan samning en Alvarez á einn bardaga eftir af núgildandi samningi. Þá reyndi UFC að fá fluguvigtarmeistara kvenna, Nicco Montano, til að mæta Valentinu Shevchenko en Montano er enn að glíma við meiðsli.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.