spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoanne Calderwood mætir Paige VanZant í desember

Joanne Calderwood mætir Paige VanZant í desember

Paige VanZantÞað verða þær Joanne Calderwood og Paige VanZant sem berjast í aðalbardaganum á UFC Fight Night 80 í desember. Bardagakvöldið er það fyrsta af þremur á einni viku í desember.

Í aðdraganda UFC 194 þann 12. desember verða tvö minni bardagakvöld. Þau fyrri fara fram fimmtudaginn 10. desember og föstudaginn 11. desember. Bardagakvöldið á fimmtudeginum hefur nú fengið skemmtilegan aðalbardaga en bardagakvöldið verður sýnt á Fight Pass rás UFC.

Þær Paige VanZant og Joanne Calderwood munu leiða hesta sína saman í aðalbardaganum en bardaginn fer fram í strávigt kvenna (115 pund). Á föstudeginum munu þeir Frankie Edgar og Chad Mendes berjast í aðalbardaga TUF Finale.

Paige VanZant hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn í MMA eins og við fjölluðum um hér og Calderwood var keppandi í 20. seríu The Ultimate Fighter. Báðar eru þær með eitt tap að baki í MMA. Calderwood er öllu reyndari en hin 21 árs VanZant enda með fleiri bardaga í MMA og hefur einnig keppt í Muay Thai. Þetta verður spennandi viðureign og verður sigurvegarinn eflaust komin ansi nálægt titilbardaga.

Þetta verður í fyrsta sinn í UFC sem tvær konur berjast í aðalbardaga kvöldsins þar sem ekki er barist um titil.

Hin skoska Calderwood hefur tvisvar komið hingað til lands við æfingar í Mjölni og hyggst heimsækja landið í þriðja sinn fyrir þennan bardaga. Eftir fimm vikur kemur Calderwood þar sem hún mun æfa en þetta sagði hún á Twitter fyrr í dag.

Við tókum skemmtilegt viðtal við Calderwood er hún var hér síðast og eigum eflaust eftir að heyra meira í henni þegar hún kemur hingað í vetur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular