spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoe Lauzon: Ég mun klára Evan Dunham

Joe Lauzon: Ég mun klára Evan Dunham

Joe Lauzon mætir Evan Dunham á TUF Finale í kvöld. Við ræddum við hann um Evan Dunham, bardaga Maia og Gunnars og fleira. Lauzon er mikill aðdáandi Demian Maia og telur að hann muni sigra Gunnar Nelson á UFC 194.

Bardaginn í kvöld verður hans 21. í UFC. Lauzon er afar reyndur og einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann hefur fengið 13 frammistöðubónusa í UFC sem er met. Þá hefur enginn klárað jafn marga bardaga í léttvigtinni eins og hann.

Lauzon er eins og áður segir mikill aðdáandi Demian Maia. „Demian Maia er alltaf spennandi. Hann er með nokkuð gott wrestling, mjög gott wrestling miðað við að hann er jiu-jitsu gaur, ég veit ekki. Ég er alltaf Maia aðdáandi. Líklega vel ég hann, það eru fáir sem ég hef beðið um mynd af mér með en ég bað um mynd af mér með honum þegar UFC kom til Boston fyrir nokkrum árum svo ég er hálfgerður fanboy,“ sagði Joe Lauzon um bardaga Gunnars og Maia.

Lauzon mætir Evan Dunham í kvöld og telur að hann muni klára Dunham.

Viðtalið okkar við hann má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular