spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohn Kavanagh fastur á flugvelli og kemst ekki á bardaga Gunnars

John Kavanagh fastur á flugvelli og kemst ekki á bardaga Gunnars

Mynd: Snorri Björns.

John Kavanagh átti auðvitað vera í horninu hjá Gunnari fyrir bardaga hans gegn Leon Edwards. Nú hefur Kavanagh sagt að hann komist ekki og verði fastur á Heathrow.

John Kavanagh var staddur í Manila á Filippseyjum um helgina þar sem hann var í horninu hjá einum bardagamanna sinna, Cian Cowley. Kavanagh átti að koma til London í dag þar sem hann myndi vera í horninu hjá Gunnari líkt og í öllum hans bardögum.

Nú hefur Kavanagh sagt að hann komist ekki í tæka tíð og muni horfa á bardagann frá Heathrow. Kavanagh átti að lenda í London nokkrum klukkutímum fyrir bardaga Gunnars en tafir á fluginu valda því að hann mun ekki ná í tæka tíð.

Sennilega mun Matthew Miller, glímuþjálfari Gunnars, stíga inn og vera í horninu hjá Gunnari í staðinn. Miller átti upphaflega að vera baksviðs að hita Gunnar upp en svo áttu þeir Kavanagh, Haraldur Dean Nelson (faðir Gunnars) og Luka Jelcic að sjá um hornaskyldur. Það er þó ekki staðfest að Miller verði í horninu en hugsanlega verður Gunnar bara með tvo hornamenn enda ekki skylda að vera með þrjá hornamenn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular