spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Léttvigtarbeltið er næst á dagskrá hjá Conor

John Kavanagh: Léttvigtarbeltið er næst á dagskrá hjá Conor

John KavanaghNæsti bardagi Conor McGregor mun vera titilbardagi í léttvigtinni. Þetta segir John Kavanagh í nýjasta pistli sínum.

John Kavanagh er yfirþjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson en hann skrifar reglulega pistla fyrir írsku heimasíðuna The 42. Í nýjasta pistlinum fer hann yfir síðustu daga eftir sigur McGregor á Jose Aldo á UFC 194. Það athyglisverðasta við pistilinn er þegar hann talar um hvað sé næst fyrir McGregor.

„Hvað er næst hjá Conor? Léttvigtarbeltið. Við ætlum að taka okkur smá pásu frá niðurskurðinum í 145 pundin þrátt fyrir að sá síðasti hafi verið sá auðveldasti. Næsta skref er að vinna léttvigtartitilinn. Núverandi meistari, Rafael dos Anjos mætir Donald Cerrone annað kvöld [bardaginn var í gær] og höfum við fengið grænt ljós á að mæta sigurvegaranum. Bardaginn mun líklegast fara fram í apríl,“ segir John Kavanagh.

Léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í gær eftir aðeins 66 sekúndur. Þetta var fyrsta titilvörn hans og bauð hann McGregor velkominn í léttvigtina eftir bardagann.

„Það væri í fínu lagi ef Frankie Edgar vill fá sitt tækifæri á fjaðurvigtartitlinum eða Aldo vill annað tækifæri gegn Conor. En þeir þurfa að bíða þar sem léttvigtarbeltið er næst á dagskrá,“ sagði Kavanagh enn fremur.

Ekkert hefur þó verið staðfest af hálfu UFC varðandi næsta bardaga McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular