spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh telur að Conor klári Cerrone seint

John Kavanagh telur að Conor klári Cerrone seint

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, telur að Conor muni klára Donald Cerrone seint í bardaga þeirra. Conor snýr aftur í búrið eftir langa fjarveru þegar hann mætir Donald Cerrone þann 18. janúar.

Bardagi Conor McGregor og Donald ‘Cowboy’ Cerrone fer fram í veltivigt. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 246 og verður þetta því fimm lotu bardagi.

John Kavanagh telur að bardaginn muni ekki klárast skjótt. „Ég held að þetta klárist í meistaralotunum [4. og 5. lota]. Þannig er hugarfarið mitt núna svo verið tilbúin í það. Ég get auðvitað séð hann klára hann á nokkrum sekúndum en þetta er í þyngri flokki svo ég held að þetta klárist í seinni lotunum,“ segir Kavanagh við MacLife.

Conor er þekktur fyrir að klára bardaga sína snemma en allir sjö sigrarnir hans eftir rothögg í UFC komu í 1. eða 2. lotu.

Kavanagh segir einnig að Conor fái að stjórna æfingabúðunum eftir sínu höfði sem er athyglisvert.

„Miðað við bardagagreind Conor og skilning hans á leiknum þá snúast æfingabúðirnar um að flækjast ekki fyrir honum. Að skapa umhverfi þar sem hann fær mismunandi áskoranir og styðja hann. Hvar hann vill að æfingabúðirnar fari fram, hlusta á hann þegar vill setja meiri ákafa í æfinguna eða hægja aðeins á þessu.“

„Þetta eru ekki bara við þjálfararnir að setja saman leikáætlun og segja Conor frá planinu. Conor veit meira um bardaga heldur en við allir til samans.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular