spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Þakklátur fyrir Paulie Malignaggi

John Kavanagh: Þakklátur fyrir Paulie Malignaggi

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, var ánægður með æfingarnar með Paulie Malignaggi. Boxarinn Malignaggi var mjög ósáttur með tíma sinn í æfingabúðum Conor McGregor en það sama er ekki hægt að segja um Kavanagh.

Paulie Malignaggi yfirgaf æfingabúðir Conor McGregor eftir stuttan tíma. Malignaggi var mjög ósáttur við að myndir af honum fóru á netið en á einni myndinni leit út fyrir að Conor hafi kýlt Malignaggi niður. Malignaggi hefur stöðugt haldið því fram að Conor hafi hrint sér niður.

Hann lét gamminn geysa í The MMA Hour á mánudaginn þar sem hann gagnrýndi harðlega Conor McGregor og meðferðina sem hann fékk í æfingabúðunum. Kavanagh var spurður út ummæli Malignaggi á undanförnum vikum.

„Ég hef ekki séð neitt. Ég sé að hann hefur farið í fullt af viðtölum en ég hef ekki horft á nein þeirra. Það eina sem ég get sagt er að ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið hann hingað. Við fengum tvær góðar sparræfingar með honum,“ sagði John Kavanagh við Ariel Helwani.

„Ég hef mikla trú á hæfileikum Conor en verkfræðingurinn í mér þarf að vera heiðarlegur og segja að ég hafði ekki séð hann sparra við heimsklassa boxara þar til ég sá hann sparra við Paulie. Það var gott að sjá það staðfest það sem ég var viss um; hæfileikar hans og tækni skila sér í boxhringinn. Þetta staðfesti það bara fyrir mig þannig að ég er mjög ánægður með Paulie og ánægður að hann skyldi hafa verið partur af liðinu.“

„Við fengum tvær góðar sparræfingar með honum og ég var einungis að búast við því ef ég á að segja eins og er. Hann varð mjög ósáttur en hvað get ég sagt? Það er undir honum komið.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular