Saturday, April 20, 2024
HomeErlentJohnson-Borg og Nunes-Shevchenko á UFC 215

Johnson-Borg og Nunes-Shevchenko á UFC 215

Það verða tveir titilbardagar á dagskrá á UFC 215 þann 9. september. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson mætir Ray Borg og titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko hefur aftur verið settur á laggirnar.

UFC 215 fer fram í Edmonton í Kanada og hafa þó nokkrir bardagar verið staðfestir á kvöldið. UFC staðfesti hins vegar aðalbardaga kvöldsins í gær á milli Johnson og Borg. Þetta verður gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Johnson en með sigri getur hann bætt met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða 11 talsins.

Johnson hefur átt í deilum við UFC en bardagasamtökin vildu frekar sjá Johnson mæta fyrrum bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw. Johnson vildi fá betur borgað fyrir að mæta Dillashaw og var almennt séð lítið spenntur fyrir því þar sem Dillashaw er ekki ríkjandi meistari.

Þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko áttu að mætast á UFC 213 fyrr í mánuðinum. Sama dag og bardaginn átti að fara fram féll hann hins vegar niður vegna veikinda Nunes. Nú hefur bardaginn fengið nýja dagsetningu en eins og áður er barist um bantamvigtartitil kvenna.

Fyrir hafði UFC staðfest bardaga Francis Ngannou og Junior dos Santos, Jeremy Stephens gegn Gilbert Melendez og Henry Cejudo gegn Wilson Reis svo fátt eitt sé nefnt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular