Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentJohny Hendricks aldrei verið léttari

Johny Hendricks aldrei verið léttari

Johny Hendricks mætir Stephen Thompson á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Hendricks hefur strögglað með þyngd sína en segist nú aldrei hafa verið léttari í UFC.

Af myndunum að dæma hefur Johny Hendricks tekið til í mataræðinu sínu og hefur sjaldan litið jafn vel út. Það var líka nauðsynlegt fyrir Hendricks þar sem hann hefur verið í erfiðleikum með niðurskurðinn nánast allann sinn feril í UFC.

Botninum var svo náð í fyrra þegar aflýsa þurfti bardaga hans og Tyron Woodley rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks var við slæma heilsu sem var bein afleiðing af erfiðum niðurskurði og þurfti Hendricks að fara upp á spítala.

Hendricks hefur ekki bara tekið til í mataræðinu sínu heldur einnig í liðinu í kringum sig. Hendricks hefur yfirgefið Team Takedown þar sem hann æfði um langt skeið og er einnig með nýjan umboðsmann og næringarfræðing. Nú er hann með nánast nýtt lið í kringum sig fyrir utan tvo þjálfara sem hafa fylgt honum í tvö ár.

Hendricks segist aldrei hafa verið léttari á UFC ferli sínum og verður áhugavert að sjá bardaga hans gegn Stephen Thompson á laugardaginn. Kapparnir eru í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night 82 bardagakvöldinu en bardagarnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 3.

hendricks ripped

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular