Thursday, March 28, 2024
HomeErlentBen Henderson fær titilbardaga í veltivigt Bellator

Ben Henderson fær titilbardaga í veltivigt Bellator

ben henderson wecEins og við greindum frá í gær samdi Benson Henderson við Bellator. Í hans fyrsta bardaga mun hann berjast um veltivigtartitil Bellator gegn núverandi meistara, Andrey Koreshkov.

Ben Henderson er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og tilkynnti í gær að hann hefði samið við Bellator. Síðustu tveir bardagar Henderson hafa farið fram í veltivigt og mun hann vera áfram þar og freista þess að ná í veltivigtartitil Bellator.

Í viðtali við The MMA Hour í gær sagðist Henderson vel geta hugsað sér að keppa í bæði veltivigt og léttvigt. Það verður því áhugavert að sjá hvort hann muni reyna að taka bæði beltin í náinni framtíð.

Ákvörðun Henderson var ekki auðveld en auk þess að fá tilboð frá Bellator fékk hann góð tilboð frá UFC og ONE Championship. Henderson segir að Bellator samningurinn sé einsdæmi í MMA heiminum og fékk góða greiðslu við undirritun samningsins. Þá sagði hann ennfremur að tilboðið frá UFC hafi verið afar gott en tilboðið frá Bellator betra.

Henderson sagði einnig að Reebok samningurinn hafi svo sannarlega haft áhrif á ákvörðun sína. Með því að berjast í Bellator fær Henderson meiri tekjur frá styrktaraðilum en hann hefði annars fengið í UFC.

Þetta verður fyrsta titilvörn Koreshkov en hann tók veltivigtarbeltið af Douglas Lima í júlí. Bardagi Henderson og Koreshkov fer fram þann 22. apríl og verður aðalbardagi Bellator 153 samkvæmt ESPN. Koreshkov er með 18 sigra og eitt tap á ferlinum en hans eina tap kom gegn Ben Askren í júlí 2013.

Hér að neðan má sjá viðtal Ariel Helwani við Ben Henderson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular