Johny Hendricks hefur ákveðið að fara upp í millivigt og mætir Hector Lombard á UFC bardagakvöldinu í Halifax í febrúar. Þetta verður fyrsti bardaginn hans í millivigt eftir langa veru í veltivigt.
Fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu. Hendricks hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum og átt í erfiðleikum með að skera niður í veltivigtina.
Hector Lombard var líka einu sinni í veltivigt og hefur einnig átt erfitt uppdráttar. Lombard hefur ekki unnið bardaga síðan á UFC 171 í mars 2014 en sama kvöld vann Johny Hendricks veltivigtartitilinn. Lombard mætti Josh Burkman í janúar 2015 og sigraði en bardaginn var síðar dæmdur ógildur eftir að Lombard féll á lyfjaprófi.
UFC hefur verið í leit að nýjum aðalbardaga á bardagakvöldið í Halifax eftir að bardagi Stefan Struve og Junior dos Santos datt út. Stefan Struve er meiddur og hefur UFC ekki fundið andstæðing í hans stað fyrir dos Santos. Bardagi Hendricks og Lombard verður ekki aðalbardaginn samkvæmt heimildum MMA Junkie.
Bardagakvöldið í Halifax fer fram sunnudaginn 19. febrúar.