0

Johny Hendricks mætir Hector Lombard í frumraun sinni í millivigt

Johny HendricksJohny Hendricks hefur ákveðið að fara upp í millivigt og mætir Hector Lombard á UFC bardagakvöldinu í Halifax í febrúar. Þetta verður fyrsti bardaginn hans í millivigt eftir langa veru í veltivigt.

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu. Hendricks hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum og átt í erfiðleikum með að skera niður í veltivigtina.

Hector Lombard var líka einu sinni í veltivigt og hefur einnig átt erfitt uppdráttar. Lombard hefur ekki unnið bardaga síðan á UFC 171 í mars 2014 en sama kvöld vann Johny Hendricks veltivigtartitilinn. Lombard mætti Josh Burkman í janúar 2015 og sigraði en bardaginn var síðar dæmdur ógildur eftir að Lombard féll á lyfjaprófi.

UFC hefur verið í leit að nýjum aðalbardaga á bardagakvöldið í Halifax eftir að bardagi Stefan Struve og Junior dos Santos datt út. Stefan Struve er meiddur og hefur UFC ekki fundið andstæðing í hans stað fyrir dos Santos. Bardagi Hendricks og Lombard verður ekki aðalbardaginn samkvæmt heimildum MMA Junkie.

Bardagakvöldið í Halifax fer fram sunnudaginn 19. febrúar.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.