spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJojo Calderwood: Frábært að æfa með Sunnu

Jojo Calderwood: Frábært að æfa með Sunnu

Skoska bardagakonan Joanne Calderwood var hér á landi nýlega til að aðstoða Sunnu Rannveigu fyrir bardaga hennar í Invicta. Sunna berst sinn annan bardaga í Invicta annað kvöld.

Joanne, eða Jojo eins og hún er oftast kölluð, var hér í tíu daga við æfingar í Mjölni. Þetta er í þriðja sinn sem hún kemur hingað til lands og hefur myndast góður vinskapur á milli Jojo og Sunnu.

„Það er frábært að æfa með henni og hjálpa henni innan sem utan vallar. Við erum nánar, erum með líkan persónuleika, báðar rólegar og elskum að æfa,“ segir Jojo um æfingarnar með Sunnu.

Jojo er í 7. sæti á styrkleikalista UFC í strávigt kvenna og langaði að berjast á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. Hún varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það gekk ekki eftir en býst við að vera á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi í júlí.

Sunna mætir Mallory Martin á Invicta bardagakvöldinu í Kansas annað kvöld. Jojo er stödd í Kansas núna til að aðstoða Sunnu við undirbúninginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular