spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Igor Vovchanchyn brýst inn í fangelsi til að berjast við mafíuforingja!

Jólaþjóðsagan: Igor Vovchanchyn brýst inn í fangelsi til að berjast við mafíuforingja!

susumu17Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki. Jólasögurnar fara nú að nálgast annan endan en í dag birtum við sennilega ótrúlegustu söguna.

Igor Vovchanchyn var úkraínskur bardagamaður en nánar var fjallað um hann hér. Hann átti góðan feril og barðist sem þungavigtarmaður þrátt fyrir að vera aðeins 173 cm á hæð. Igor er með 129 skráða bardaga á bakinu í MMA og sparkboxi. Í MMA barðist hann í Pride við menn á borð við Alistair Overeem, Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic og Quinton ‘Rampage’ Jackson. Þegar hann var upp á sitt besta sigraði hann 36 bardaga í röð í MMA og var einn af bestu þungavigtarmönnum síns tíma.

Margar þjóðsögur eru til af Igor og segir ein að sérstök bjalla hafi verið í þorpinu hans sem var hringt til að aðvara fólk við að Igor væri drukkinn og í ham. Þjóðsagan í dag snýr hins vegar að allt öðru.

Snemma á 10. áratugnum var maður að nafni Baton (gælunafn) sem hafði mikinn áhuga á að berjast við Igor eftir að hafa heyrt af afrekum hans. Baton var fyrrum boxari og mafíuforingi í Úkraínu. Eina vandamálið var að Baton var í úkraínsku fangelsi á meðan Igor var frjáls maður.

Baton leiddist mikið í fangelsinu og vantaði verðuga andstæðinga til að berjast við. Því var hann tilbúinn að borga Igor væna fúlgu fjár til koma í fangelsið og berjast við sig. Bardaginn fól í sér mikla áhættu fyrir Igor enda þyrfti hann að koma sér ólöglega inn í fangelsi til þess eins að berjast einn bardaga. Einhvern veginn náðu menn Baton að smygla Igor í úkraínska fangelsið (sem virðist ekki hafa verið erfitt) og fór bardaginn fram. Igor endaði á að rota Baton í fyrstu lotu. Þetta var ekkert persónulegt fyrir Igor, bara bardagi. Samkvæmt nánum vinum Igor vill hann lítið tala um þennan bardaga í dag af ótta við að úkraínsku mafíuna.

Þessi saga er ótrúleg og gæti verið úr Hollywood mynd. Sagan kemur frá nánum vinum Igor sem halda úti stærstu MMA fréttasíðu Rússlands.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular