spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Þegar Steven Seagal hitti Gene LeBell

Jólaþjóðsagan: Þegar Steven Seagal hitti Gene LeBell

steven_seagal

Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki. Þjóðsaga sunnudagsins er um vin okkar Gene LeBell og engan annan en Steven Seagal.

Gene LeBell, sem við skrifuðum um í þessari grein, hefur verið einn fremsti áhættuleikari í Hollywood í áratugi og vann með Steven Seagal að myndinni „Out for Justice“ frá árinu 1991. Það er ekki hægt að neita því að Seagal, ásamt Van Damme og Chuck Norris, var Anderson Silva níunda áratugsins.

Við upptökur á myndinni sagði Seagal að hann gæti komið sér úr hvaða svæfingartaki sem er! LeBell hélt síður en svo og sagði við Seagal að hann gæti svæft hann. Seagal hélt að þetta væri eitthvað grín þar sem hann vissi ekki hver LeBell var.

LeBell kemur sér fyrir og setur hann í standandi „rear naked choke“. Eftir þrjár sekúndur af ryskingum sofnar Seagal og LeBell sleppir honum. Við það að vera sleppt dettur Seagal í jörðina eins og kartöflupoki en það vill ekki til betur en svo að Seagal verður brátt í brók að framan og aftan!

Eftir þessa uppákomu neitaði Seagal að vinna nokkurn tímann framar með LeBell. Seagal hefur neitað þessu þrálátlega síðan þetta á að hafa gerst og meðal annars kallað Gene lygasjúkan. Gene hefur sjálfur ekki viljað staðfesta að Seagal hafi verið brátt í brók en hefur staðfest að hann hafi svæft hann og í raun ekki neitað því að Seagal hafi tekið hraðskák við páfann fyrir framan alla.

Þessi saga fór að koma upp aftur eftir að Seagal skaut upp kollinum í UFC, haldandi því fram að hann hafi kennt Anderson Silva „front kick“ tæknina sem Anderson Silva rotaði Vitor Belfort með.

Í myndbandinu hér fyrir neðan ræðir Joe Rogan um þetta atvik.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular