spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones er kominn aftur í UFC (staðfest)

Jon Jones er kominn aftur í UFC (staðfest)

Jon JonesUFC hefur ákveðið að hleypa fyrrum léttþungavigarmeistaranum Jon Jones aftur í búrið. Jones var settur í ótímabundið bann af UFC en því banni hefur nú verið aflétt.

Jon Jones hefur verið formlega settur aftur í starf sitt sem bardagamaður UFC. Þessi ákvörðun var tekinn eftir að stjórnendur UFC höfðu farið yfir sáttarsamkomulag Jon Jones við dómsmálayfirvöld í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.

Jon Jones var handtekinn í apríl eftir að hafa keyrt yfir á rauðu ljósi og ollið þriggja bíla árekstri. Meðal fórnarlamba slyssins var ólétt kona en hún hlaut aðeins handleggsbrot sem hún hefur jafnað sig á. Jones flúði vettvanginn en hljóp aftur að slysstaðnum til að sækja reiðufé sem hann átti í bílnum. Jones gaf sig fram sólarhring síðar.

Framkvæmdarstjóri UFC, Lorenzo Fertitta, segir að endurkoma Jones fylgi ákveðnum skilyrðum. „Það er alveg ljóst fyrir Jon að þetta sé nýtt tækifæri fyrir hann að keppa í UFC sem eru forréttindi en ekki réttur. Við bindum miklar væntingar við hegðun hans í framtíðinni.“

UFC setur fram þá skilmála að Jones verði að standa við alla þætti sáttarsamkomulags síns við yfirvöld. Fertitta segist ánægður með þann metnað og árangur sem Jones hefur sýnt eftir dómsúrskurðinn og hlakkar til að sjá hann keppa aftur.

Eftir UFC 192 var Ryan Bader lofað næsta titilbardaga en nú er líklegt að Bader verður settur til hliðar og Jones muni fá næsta tækifæri á beltinu. Jones segist ánægður og þakklátur fyrir þetta annað tækifæri til að keppa í þeirri íþrótt sem hann elskar. Jones er spenntur fyrir að sýna sig og sanna bæði innan sem utan búrsins.

https://www.youtube.com/watch?v=kOiq0sPH4DA

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular