spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones er þreyttur á stera ásökum Cormier

Jon Jones er þreyttur á stera ásökum Cormier

Jon Jones segist vera orðinn þreyttur á stera ásökunum Daniel Cormier í sinn garð. Kapparnir mætast loksins á UFC 214 nú á laugardaginn.

Þeir Jon Jones og Daniel Cormier voru á símafundi með blaðamönnum í gær þar sem lyfjapróf Jon Jones kom til tals en Jones féll á lyfjaprófi skömmu fyrir bardagann gegn Cormier á UFC 200 í fyrra. Bardaginn var í kjölfarið blásinn af en estrógen hindrar fundust í lyfjaprófi hans.

Síðar tókst Jones að sýna fram á að efnin sem fundust í lyfjaprófinu hefðu komið úr rispillu sem hann innbyrti. Jones fékk því aðeins eins árs bann þar sem Jones gat sýnt fram á að hann hefði óvart innbyrt efnin.

Cormier hefur talað mikið um lyfjaprófið og telur að Jones hafi sennilega keppt allan sinn feril með hjálp ólöglegra frammistöðubætandi efna.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég berst við einhvern sem er bókstaflega að reyna að sanna að ég sé vondi gaurinn. Skítt með það, kallið mig vonda gæjann. Ég er ekki að berjast til að vera góði strákurinn,“ sagði Jones.

„Núna er hann að reyna að sannfæra heiminn um að ég hafi tekið inn stera. Það pirrar mig þar sem ég held að innst inni viti hann að ég tók ekki inn stera. Láttu ekki svona. Haldið þið að ég, yngsti meistarinn í sögu UFC, sé nógu klár til að gabba USADA og íþróttasamband Nevada fylkis (Nevada Athletic Commission) í tíu ár? En féll svo á kókaínprófi? Er ég snillingur að fela steranotkun og vann þess vegna alla þessa gæja í tíu ár? Hann veit það í hjarta sínu að ég tók ekki inn stera.“

Rígur Jones og Cormier á sér áralanga sögu en þeir mættust fyrst á UFC 182 þann 3. janúar 2015. Þá fór Jones með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Nú er Cormier meistarinn eftir að Jones var sviptur titlinum árið 2015 eftir vafasama hegðun utan búrsins. Á þeim tíma hefur Cormier haldið sig frá öllum vandræðum utan búrsins og verið fyrirmyndarmeistari.

„Ég held að Daniel eigi skilið virðingu þar sem hann er góður maður. En þú þarft ekki að drulla yfir aðra til að láta þig líta út fyrir að vera góða gæjann. Við sjáum að þú ert góð manneskja. Við sjáum að þú ert góður eiginmaður, faðir, glímuþjálfari, fyrirliði. Ég dáist að mörgu í þínu fari. Þú ert f**king frábær gaur en þú þarft ekki að reyna að sannfæra heiminn um að ég hafi tekið inn stera. Líttu bara í spegilinn og segðu; ‘fjandinn, hann er yngri en ég, betri íþróttamaður, hann vann mig og hann mun gera það aftur.’ Ekki reyna að skemma ímynd annarra með því að gera þig betri. Þú ert nú þegar f**king góður gaur.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular