0

Matt Hughes er á batavegi

Fyrrum bardagamaðurinn Matt Hughes er á batavegi eftir áreksturinn sem hann varð fyrir í júní. Lest keyrði í hlið bifreiðar hans og er hann nú ekki lengur í dái.

Þann 16. júní ók Matt Hughes í veg fyrir lest nálægt heimili sínu í sveitinni. Hughes var kyrrstæður á malarvegi nálægt lestarteinunum, sá lestina koma og reyndi að komast yfir teinana á undan lestinni en lestin var á 80 km hraða. Þetta var á malarvegi í sveitinni og eru þar engin skilti sem gefa til kynna að þarna séu lestarteinar.

Hughes hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu og var fluttur með þyrlu á spítalann. Pat Miletich er fyrrum þjálfari hans og náinn vinur. Hann var í The MMA Hour í gær og sagði að Hughes væri á batavegi og er hann ekki lengur í dái.

„Hann kemur læknunum á óvart. Hann er að taka miklum framförum og er ekki lengur í dái. Það er langur vegur framundan. Hann mun þurfa að fara í mikla endurhæfingu eftir svona höfuðáverka,“ sagði Miletich.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply