spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJon Jones laug kannski eiðsvarinn

Jon Jones laug kannski eiðsvarinn

Lyoto Machida vs Jon Jones

Jon Jones er enn á ný á milli tannanna á fólki og nú gæti svo verið að Jones hafi logið að íþróttasambandi Nevada á meðan hann var eiðsvarinn.

Stuttu fyrir bardaga sinn á UFC 182 sagði Jon Jones, léttþungavigtarmeistari UFC, að hann hefði misst Nike sem styrktaraðila vegna þess að Nike vildi ekki vera viðriðið MMA. En skömmu eftir áflog Jones við Daniel Cormier á blaðamannafundi sagði Jones íþróttasambandi Nevada í vitnisburði að Nike hefði sagt samningnum upp vegna áfloganna. Hann var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningum sambandsins svo nú virðist sem hann gæti hafa borið ljúgvitni (e. perjury).

Jones gæti hafa vonast til að fá vægari refsingu frá sambandinu með því að segja að Nike hefði þegar refsað honum með því að svipta hann samningi og tekjunum sem honum fylgdi. Með því að segja fjölmiðlum að Nike hefði rift samningnum því það vildi ekki viðriðið MMA lítur hann út fyrir að hafa logið að íþróttasambandinu þegar hann sagði við vitnisburðinn að það væri vegna áfloga við Cormier. Annað hvort laug hann að fjölmiðlum fyrir bardagann um síðustu helgi eða að íþróttasambandi Nevada.

Aðstoðardómsmálaráðherra Nevada-fylkis er að rannsaka atvikið til að skera úr um hvort Jones hafi brotið lög. Framkvæmdastjóri íþróttasambands Nevada, Bob Bennett, sagði við MMAFighting.com að sambandið vissi af ummælum Jones. „Það er verið að kanna þetta,“ sagði Bennett. „Þetta er ekki nýtt fyrir okkur. Það væri áhyggjuefni ef einhver hefði logið í vitnisburði.“

Jones segist hafa „orðað þetta illa“ og að hann hafi í raun meint að hann hefði orðið af nokkra mánaða tekjum. Við vitnisburðinn sagði lögmaður Jones að samningurinn sem hann hefði tapað væri meira en hundrað þúsund dollara virði á hverju ári. Það virðist því auðvelt að skilja orðalag Jones og lögmanns hans þannig að hann hafi misst samninginn alfarið.

Þetta er það nýjasta í röð umdeildra atvika tengd Jones og fylgir í kjölfar mikillar umræðu um fall Jones á lyfjaprófi vegna niðurbrotsefna kókaíns.

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular