Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGamli bardaginn: Þegar Dennis Siver mætti Árna Ísakssyni

Gamli bardaginn: Þegar Dennis Siver mætti Árna Ísakssyni

Írinn Conor McGregor mætir Þjóðverjanum Dennis Siver í aðalbardaganum á UFC Fight Night í Boston á sunnudaginn kemur. Af því tilefni ætlum við að rifja upp bardaga Dennis Siver við fyrsta atvinnumann Íslendinga í MMA – Árna Ísaksson.

Dennis Siver og Árni Ísaksson mættust í úrslitunum í átta manna útsláttarkeppni Cage Warrios og fór keppnin fram á einu og sama kvöldi. Þegar bardaginn fór fram höfðu báðir keppendur sigrað tvo bardaga á sama kvöldi en svona einnar nætur útsláttarkeppnir heyra nú sögunni til.

Árni sigraði báða bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu en Siver hafði einnig klárað sína bardaga – þann fyrsta með rothöggi eftir 35 sekúndur og annan bardagann eftir uppgjafartak í 2. lotu. Þess má geta að Árni sigraði Jeff Cox í undanúrslitum en hann átti síðar eftir að berjast tvo bardaga í UFC.

Bardaginn fór fram í veltivigt en Siver keppir í dag í fjaðurvigt. Í horninu hjá Árna var John Kavanagh en hann verður að sjálfsögðu í horninu hjá Conor McGregor á sunnudaginn kemur. Bardaginn í heild sinni má sjá hér að neðan og mælum við með að þið horfið einnig á viðtölin við kappana eftir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular