Jon Jones er ekki með staðfestan bardaga eins og er. Hann virðist þó beina augum sínum að Dominick Reyes fyrir sína næstu titilvörn.
Jon Jones barðist síðast í júlí þegar hann sigraði Thiago Santos eftir klofna dómaraákvörðun. Jones hefur verið virkur á Twitter að undanförnu og lýst yfir litlum áhuga á að berjast við þá sem eru í léttþungavigtinni í dag.
Eftir sigur Corey Anderson á Johnny Walker um síðustu helgi vildi Anderson fá titilbardaga. Dominick Reyes sagði það sama í október eftir sigur á Chris Weidman.
Jon Jones segist hafa skoðað þá báða og ákveðið að hann vilji frekar „lemja Dominick næst“ þar sem hann sé hættulegri bardagamaður.
Just finished a coaches meeting studying Dominick and Cory‘s careers. Established Dominicks definitely the more dangerous fighter. Beating his ass next 🦁
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) November 7, 2019
Næsta titilvörn hans verður þá ekki fyrr en á næsta ári enda dagskrá UFC þéttskipuð út árið.