spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones fór í lygamæli til að reyna að sanna sakleysi sitt

Jon Jones fór í lygamæli til að reyna að sanna sakleysi sitt

Jon Jones reynir nú að sanna sakleysi sitt eftir að hafa fallið á lyfjaprófi síðasta sumar. Jones fór nýlega í lygamæli og segist hann hafa staðist prófið.

Jon Jones fór í lygamælinn til að reyna að sanna að hann fari með rétt mál þegar hann segist ekki hafa vísvitandi tekið inn sterann Turinabol. Prófið var framkvæmt af PGP Polygraph & Interviewing Service í Albuquerque en hvorki UFC né USADA bað Jones um að taka prófið. Jones á að hafa staðist prófið samkvæmt MMA Fighting.

Jones féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardagann hans gegn Daniel Cormier á UFC 214. Jones hafði þar áður staðist nokkur óvænt lyfjapróf en anabólíski sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófinu.

Lögfræðingar á borð við Luke Middlebrook (sem var m.a. lögfræðingur Nick Diaz í hans lyfjamisferli) og Erik Magraken segja þó að lygamælir og slík próf hafi lítið að segja í máli sem þessum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular