Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Jon Jones fór í lygamæli til að reyna að sanna sakleysi sitt |
spot_img
Monday, April 21, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones fór í lygamæli til að reyna að sanna sakleysi sitt

Jon Jones fór í lygamæli til að reyna að sanna sakleysi sitt

Jon Jones reynir nú að sanna sakleysi sitt eftir að hafa fallið á lyfjaprófi síðasta sumar. Jones fór nýlega í lygamæli og segist hann hafa staðist prófið.

Jon Jones fór í lygamælinn til að reyna að sanna að hann fari með rétt mál þegar hann segist ekki hafa vísvitandi tekið inn sterann Turinabol. Prófið var framkvæmt af PGP Polygraph & Interviewing Service í Albuquerque en hvorki UFC né USADA bað Jones um að taka prófið. Jones á að hafa staðist prófið samkvæmt MMA Fighting.

Jones féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardagann hans gegn Daniel Cormier á UFC 214. Jones hafði þar áður staðist nokkur óvænt lyfjapróf en anabólíski sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófinu.

Lögfræðingar á borð við Luke Middlebrook (sem var m.a. lögfræðingur Nick Diaz í hans lyfjamisferli) og Erik Magraken segja þó að lygamælir og slík próf hafi lítið að segja í máli sem þessum.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið