Jon Jones reynir nú að sanna sakleysi sitt eftir að hafa fallið á lyfjaprófi síðasta sumar. Jones fór nýlega í lygamæli og segist hann hafa staðist prófið.
Jon Jones fór í lygamælinn til að reyna að sanna að hann fari með rétt mál þegar hann segist ekki hafa vísvitandi tekið inn sterann Turinabol. Prófið var framkvæmt af PGP Polygraph & Interviewing Service í Albuquerque en hvorki UFC né USADA bað Jones um að taka prófið. Jones á að hafa staðist prófið samkvæmt MMA Fighting.
Jones féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardagann hans gegn Daniel Cormier á UFC 214. Jones hafði þar áður staðist nokkur óvænt lyfjapróf en anabólíski sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófinu.
Lögfræðingar á borð við Luke Middlebrook (sem var m.a. lögfræðingur Nick Diaz í hans lyfjamisferli) og Erik Magraken segja þó að lygamælir og slík próf hafi lítið að segja í máli sem þessum.
Typically inadmissible in any hearing – even when admitted little to no probative value
— Lucas Middlebrook (@lkmiddleb) January 16, 2018
Most arbitrators reject polygraph evidence because, like courts, they consider it to be inherently unreliable. Arbitrators have rejected attempts to offer polygraph results to establish innocence because testing is unreliable & usurps arbitrator’s factfinding/credibility function https://t.co/60iRNgXjgu
— Lucas Middlebrook (@lkmiddleb) January 17, 2018
PR stunt. Little else IMO
— Erik Magraken (@erikmagraken) January 16, 2018