Jon Jones var að vonum ánægður með sigurinn á Daniel Cormier í gær. Jones segir að þetta sé nýtt upphaf fyrir sig eftir erfiða tíma.
Jon Jones kláraði Daniel Cormier með rothöggi í 3. lotu í hörku bardaga. Cormier stóð vel í Jones áður en Jones vankaði Cormier með hásparki í höfuðið og kláraði hann svo með höggum í gólfinu. Jones hrósaði Cormier eftir bardagann og sagði að hann hefði klárlega bætt sig frá því þeir mættust síðast.
Jones sagði einnig að þetta væri nýtt upphaf fyrir sig eftir að hafa lengi verið í myrkrinu. „Þetta er nýtt upphaf og ég hef núna tækifæri til að gera betur. Ég er þekktur fyrir ýmislegt neikvætt en ég ætla að halda þessu ferðalagi áfram og koma íþróttinni á hærra stig,“ sagði Jones.