spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBardagi Jon Jones gegn Alexander Gustafsson staðfestur á UFC 232

Bardagi Jon Jones gegn Alexander Gustafsson staðfestur á UFC 232

UFC hefur staðfest endurkomu Jon Jones í búrið. Hann mun berjast við Alexander Gustafsson um léttþungavigtarbeltið á UFC 232 í Las vegas þann 29. sesember.

Daniel Cormier mun láta léttvigtarbeltið af hendi og einbeita sér að þungavigtartitilvörn sinni í næsta mánuði. Þetta er endurat frá einum erfiðasta bardaga Jon Jones í UFC en hann sigraði Gustafsson á UFC 165 eftir 5 lotu dómaraákvörðun í einum besta bardaga í sögu UFC.

Jones hefur nýlega afplánað 15 mánaða langt lyfjabann eftir að hann féll á lyfjaprófi eftir bardaga sinn við Cormier á UFC 214 en upphaflega var gert ráð fyrir að minnsta kosti tveimur árum. Þrátt fyrir lyfjamisferli Jones er styttra síðan hann barðist heldur en Gustafsson. Alexander Gustafsson hefur ekki barist síðan í maí 2017 en þá rotaði hann Glover Texeira í fimmtu lotu í bardaga þeirra í Svíþjóð.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en þónokkrir miðlar hafa greint frá bardaganum.

Eins og áður hefur komið fram mun bardagi Cris ‘Cyborg’ og Amöndu Nunes fara fram sama kvöld þar sem fjaðurvigtartitill Cyborg verður í húfi. Þá vonast Gunnar Nelson til að fá bardaga á kvöldinu en er ekki kominn með andstæðing enn sem komið er.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular