0

Myndband: Khabib hittir Vladimir Putin

Khabib Nurmagomedov hitti Rússlandsforseta, Vladimir Putin, í gær eftir sigur sinn á Conor McGregor. Khabib átti fund með Putin ásamt föður sínum.

Khabib sigraði Conor McGregor á UFC 229 um helgina með hengingu í 4. lotu. Eftir bardagann stökk hann yfir búrið og hófust þá hópslagsmál.

Eftir bardagann sagði Khabib að pabbi sinn, Abdulmanap Nurmagomedov, myndi refsa sér miklu verr en NAC (íþróttasamband Nevada fylkis) gæti nokkurn tímann gert. Á fundi þeirra bað Putin Abdulmanap að vera ekki of harður við Khabib. Þá sagði Abdulmanap að það hefði verið erfitt að ala upp Khabib. Khabib sagði einnig að að hann vonast til að flestir hætti að tala um stökkið sitt úr búrinu og tali frekar um frammistöðuna í bardaganum.

Putin er mikill bardagaaðdáandi og hefur reglulega mætt á bardagakvöld í Rússlandi.

Khabib er ein stærsta íþróttastjarna Rússlands og er með 11,7 milljónir fylgjenda á Instagram.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.