spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal ekki í erfiðleikum með að ná vigt

Jorge Masvidal ekki í erfiðleikum með að ná vigt

Vigtunin fyrir UFC 251 gekk vel í dag. Ekkert vesen var í titilbardögunum þremur og voru nánast allir bardagamenn helgarinnar í réttri þyngd.

Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman á morgun í aðalbardaganum á UFC 251. Masvidal tók bardagann með viku fyrirvara og var þá um 10 kg of þungur. Masvidal þurfti handklæðið í vigtunni og var 170 pund slétt rétt eins og Kamaru Usman.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Alexander Volkanovski og Max Holloway en báðir voru 145 pund slétt í morgun. Í þriðja titilbardaganum mætast þeir Jose Aldo og Petr Yan en þeir voru báðir 135 pund. Það eru því allir þrír titilbardagarnir á dagskrá og ekkert vesen.

Tveir keppendur náðu ekki vigt í dag. Raulian Paiva náði ekki vigt en hann var 129 pund fyrir 125 punda fluguvigtarbardaga sinn gegn Zhalgas Zhumagulov. Vanessa Melo var síðan 141 pund fyrir 135 punda bantamvigtarbardaga sinn gegn Karol Rosa. Paiva gefur Zhalgas 20% af launum sínum en Melo gefur Rosa 30% af sínum launum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular