0

Hvenær byrjar UFC 251?

UFC er með sannkallað risa bardagakvöld í nótt. Þrír titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Bardagakvöldið fer fram á Yas Island í Abu Dhabi. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Allir upphitunarbardagarnir eru aðgengilegir frítt á Fight Pass en greiða þarf 30,49 evrur (4.868 ISK) fyrir aðalhluta bardagakvöldsins.

Þess má geta að fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 2:00 á staðartíma í Abu Dhabi og aðalhluti bardagakvöldsins kl. 6:00 um morguninn. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá í nótt.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman gegn Jorge Masvidal
Titilbardagi í fjaðurvigt: Alexander Volkanovski gegn Max Holloway
Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan gegn José Aldo
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade gegn Rose Namajunas
Fluguvigt kvenna: Amanda Ribas gegn Paige VanZant                      

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Léttþungavigt: Volkan Oezdemir gegn Jiří Procházka
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos gegn Muslim Salikhov
Fjaðurvigt: Makwan Amirkhani gegn Danny Henry
Léttvigt: Leonardo Santos gegn Roman Bogatov

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)

Þungavigt: Marcin Tybura gegn Maxim Grishin
Hentivigt (129 pund*): Raulian Paiva gegn Zhalgas Zhumagulov
Hentivigt (141 pund**): Karol Rosa gegn Vanessa Melo
Bantamvigt: Davey Grant gegn Martin Day

*Paiva náði ekki vigt
**Melo náði ekki vigt

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.