spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal gæti komið inn í stað Gilbert Burns

Jorge Masvidal gæti komið inn í stað Gilbert Burns

Kamaru Usman gæti fengið andstæðing á UFC 251 þrátt fyrir að Gilbert Burns hafi greinst með kórónavírusinn. UFC á nú í samningaviðræðum við Jorge Masvidal.

Kamaru Usman átti að mæta Gilbert Burns næstu helgi um veltivigtartitilinn. Eftir að Burns greindist með kórónavírusinn féll bardaginn niður.

Næsta titilvörn Usman átti upphaflega að vera gegn Jorge Masvidal. Samningaviðræður gengu þó illa og fékk Gilbert Burns titilbardagann í stað Masvidal. Masvidal gagnrýndi launastefnu UFC opinberlega og sagði að bardagamenn ættu skilið stærri hluta af kökunni.

Sjá einnig: Ókyrrð hjá stærstu stjörnum UFC

Nú þegar Usman vantar andstæðing reynir UFC að finna verðugan mótherja. Samningaviðræður við Masvidal hófust á ný samkvæmt ESPN en fyrst þarf Masvidal að fara í skimun fyrir kórónaveirunni.

Í gær gekkst Masvidal undir próf til að athuga hvort Masvidal hefði fengið veiruna. Masvidal þarf síðan að fara í skimun fyrir veirunni áður en hann flýgur til Abu Dhabi og ef hann reynist vera án veirunnar þarf að finna flug til Abu Dhabi þar sem UFC 251 fer fram.

Flestir bardagamenn UFC 251 flugu til Abu Dhabi frá Las Vegas á föstudaginn en Usman fór ekki um borð þar sem bardaginn hans var fallin niður. Það þarf því einnig að finna flug fyrir Usman frá Vegas til Abu Dhabi.

Það veltur þó allt á því hvort samningar milli UFC og Masvidal takist og er það stærsta hindrunin þessa stundina. Masvidal hefur verið að æfa og aðstoðaði Dustin Poirier í undirbúningi hans fyrir bardagann gegn Dan Hooker um síðustu helgi.

UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi næsta laugardag. Eins og staðan er núna er bardagi Max Holloway og Alexander Volkanovski aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular