Saturday, April 20, 2024
HomeErlentJose Aldo mætir Jeremy Stephens í Kanada

Jose Aldo mætir Jeremy Stephens í Kanada

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo mætir Jeremy Stephens á UFC on FOX 30 bardagakvöldinu í sumar. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Þetta verður í fyrsta sinn síðan í júní 2009 sem Jose Aldo er ekki að berjast um titil. Hans fyrsti titilbardagi var í WEC bardagasamtökunum gegn Mike Brown en síðan þá hafa allir hans bardagar verið fimm lotu titilbardagar.

Jose Aldo tapaði fjaðurvigtartitli UFC til Conor McGregor í desember 2015. Hann fékk svo beltið aftur með sigri á Frankie Edgar en tapaði því til Max Holloway. Hann átti að mæta Ricardo Lamas í desember í fyrra og hefði það verið fyrsti þriggja lotu bardagi hans um langt skeið en þegar andstæðingur Holloway meiddist, Frankie Edgar, steig Aldo inn og var því enn einu sinni kominn í titilbardaga.

Hann mætir Jeremy Stephens í Calgary þann 28. júlí en Stephens hefur verið á gróðri siglingu. Stephens hefur unnið þrjá bardaga í röð og gæti fengið titilbardaga ef hann vinnur fyrrum meistarann. Aldo hefur átt betri daga en hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og þar af tvisvar í röð gegn Holloway.

Talið er að aðalbardagi kvöldsins verði titilbardagi í fluguvigt kvenna á milli Valentinu Shevchenko og meistarans Nicco Montano. Það hefur þó ekki verið staðfest af hálfu UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular