spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoseph Duffy meiddur!

Joseph Duffy meiddur!

joe duffy sadEnn einu sinni dettur stór bardagi út vegna meiðsla. Í þetta sinn var það Joseph Duffy sem meiddist og mun hann ekki berjast gegn Dustin Poirier á laugardaginn.

Þetta eru hræðileg tíðindi fyrir UFC enda voru margir spenntir fyrir viðureign Duffy og Poirier. Auk þess datt næstsíðasti bardagi kvöldsins (milli Ben Rothwell og Stipe Miocic) út í síðustu viku og var það skarð fyrir skildi.

Samkvæmt yfirlýsingu UFC fékk Duffy þungt höfuðhögg á æfingu fyrr í vikunni og var hann sendur á sjúkrahús í frekari skoðun. Sú skoðun leiddi í ljós að Duffy hafi fengið vægan heilahristing og vildi UFC ekki leyfa honum að keppa.

Aðalbardagi kvöldsins verður því viðureign Paddy Holohan og Louis Smolka í fluguvigtinni. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Duffy og bardagaaðdáendur enda voru margir spenntir fyrir viðureign hans og Poirier. Paddy Holohan er þó gríðarlega vinsæll í heimalandinu og er þetta eflaust ekki mikill missir fyrir heimamenn. Þetta er eflaust stærri skellur fyrir bardagaaðdáendur utan Írlands.

Sagan segir að Norman Parke hafi verið boðið að taka bardagann gegn Poirier á laugardaginn. Parke berst í sama þyngdarflokki og mætir Reza Madadi á laugardaginn. Stóri fjölmiðladagurinn á morgun verður vægast sagt áhugaverður.

John Kavanagh, þjálfari Paddy Holohan, kom með skemmtileg ummæli á Twitter:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular